Guðný Sigríður ráðin leikskólastjóri í Hraunborg

Skóli og frístund

""

Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin  leikskólastjóri við leikskólann Hraunborg. Þetta var ákveðið á fundi skóla- og frístundaráðs 15. janúar. 

Guðný Sigríður hefur m.a. lokið diploma  í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun við HÍ og hefur áralanga reynslu af stjórnunarstöfum í leikskóla, bæði sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Tíu umsækjendur voru um stöðuna.