Grafarvogsdagurinn 3. júní 2018 | Reykjavíkurborg

Grafarvogsdagurinn 3. júní 2018

sunnudagur, 3. júní 2018

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, fer nú fram í 21. sinn sunnudaginn 3. júní. Fjölbreytt dagskrá í boði meðal annars keilukennsla, zumba undir berum himni, varðeldur, klifurturn og rathlaup. Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag. 

  • Gerum okkur glaðan dag á sunnudaginn!
    Gerum okkur glaðan dag á sunnudaginn!
  • Dagskrá Grafarvogsdags  3. júní 2018
    Dagskrá Grafarvogsdags 3. júní 2018

Vel hefur tekist að virkja þann mikla mannauð sem býr í hverfinu og mun fjöldinn allur af einstaklingum, fyrirtækjum, og félögum leggja hönd á plóg við að gera dagskrá dagsins sem glæsilegasta.

Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, Félagsmiðstöðinni Borgum, á Korpúlfsstöðum og í Gylfaflötinni þar sem verslunin Krumma og Landsnet bjóða til viðamikillar dagskrár. Auk þess mun Grafarvogskirkja bjóða fólk hjartanlega velkomið til sín sem og Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Grafarvogslaug sem bjóða upp á skemmtidagskrá.

Undirbúningur hátíðahaldanna er í höndum Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, en verkefnið er samstarfsverkefni fjölda félaga, fyrirtækja, einstaklinga og stofnana í Grafarvogi. Mikil vinna hefur verið lögð í dagskrárundirbúning og nú er komið að íbúum hverfisins að taka virkan þátt í því sem boðið verður upp á. Fjölmörg fyrirtæki í hverfinu styðja rausnarlega við bakið á verkefninu og eru þeim hér með færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

Gerum okkur glaðan dag á sunnudaginn!

Viðburðurinn á Facebook
Dagskrá Grafarvogsdagsins