Grafarvogsdagurinn

""

Gæludýrablessun, myndlist, grímubúningafjör, wipe-out braut í lauginni, ratleikur og skautaball er bara brot af því sem verður í boði í Grafarvogi næsta laugardag því Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, verður haldin í 22. sinn laugardaginn 25.maí næstkomandi.

Undirbúningur hátíðahaldanna er í höndum Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, en verkefnið er samstarfsverkefni fjölda félaga, fyrirtækja, einstaklinga og stofnana í Grafarvogi. Það er markmið dagsins að sameina íbúa hverfisins og skapa vettvang til að hittast og gera sér glaðan dag.

Helstu dagskrársvæðin verða að þessu sinni í Egilshöll, í Gylfaflötinni þar sem verslunin Krumma og Landsnet bjóða til viðamikillar dagskrár. Skemmtigarðurinn, Frístundamiðstöðin Gufunesbær,  Bókasafnið í Spöng, Borgir, Gallerí Korpúlfsstaðir og Grafarvogslaug verða einnig með frábæra dagskrá.  Í tilefni dagsins bjóða Jói Fel, Kruðerí Kaffitárs og Ísbúðin Huppa fjölbreytt tilboð.

Mikil vinna hefur verið lögð í dagskrárundirbúning og nú er komið að íbúum hverfisins að taka virkan þátt í því sem boðið verður upp á. Fjölmörg fyrirtæki í hverfinu styðja við bakið á verkefninu og eru þeim hér með færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

Gerum okkur glaðan dag á laugardaginn!

Dagskráin