
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga þar sem litir, fjölbreytileiki og gleði ráða ríkjum. Gangan leggur af stað klukkan 14 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu.
Í Gleðigöngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.
Uppstilling göngunnar verður frá kl. 12 á Sæbraut, austan Faxagötu, í nágrenni tónlistarhússins Hörpu. Gangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu stundvíslega kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Þá taka við glæsilegir útitónleikar í Hljómskálagarðinum.
Allir velkomnir!