No translated content text
Meginhluta Laugavegar í miðborginni og nærliggjandi götum verður lokað fyrir akandi umferð á Þorláksmessu, 23. desember. Lokanirnar eru í samráði við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi klukkan 14 og standa til miðnættis.
Hægt verður að komast út af svæðinu um eftirfarandi gatnamót:
- Barónsstíg við Laugaveg
- Þingholtsstræti við Bankastræti
- Hverfisgötu við Ingólfsstræti
- Hverfisgötu við Frakkastíg
Friðargangan
Friðargangan er venju samkvæmt á Þorláksmessu og má búast við töfum á umferð á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegar og Lækjargötu og Bankastrætis í tengslum við gönguna. Lögreglan mun stöðva umferð á meðan að gangan fer yfir Snorrabraut og þegar gangan fer yfir Lækjargötu.
Fólk safnast saman klukkan 17.45 á nýja Hlemmsvæðinu (á milli Hlemms og Snorrabrautar) og leggur gangan af stað klukkan 18. Gengið er sem leið liggur á Austurvöll þar sem fer fram stuttur fundur.