Götulokanir í miðborginni vegna Norðurlandaráðsþings í Reykjavík 28.–31. október
Götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan þing Norðurlandaráðs 2024 fer fram í borginni. Þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn á árinu en þar koma saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Að auki kemur fjöldi gesta frá löndum utan Norðurlanda.
Víðtækar götulokanir í miðborginni
Íslenska ríkið hefur ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja og ber ábyrgð á öryggi þeirra við komuna til landsins . Af þeim sökum verða víðtækar götulokanir í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan á þinginu stendur. Lögregla mun sinna öryggisgæslu og verða þeir lögreglumenn sem koma að henni vopnaðir við störf sín.
Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. (Sjá kort)
Götulokanir taka gildi klukkan 8:00 þann 28. október og verður aflétt miðvikudaginn 30. október kl. 16:00.
- Ráðhús Reykjavíkur verður lokað almenningi frá 26. október til 31. október.
- Bílastæðakjallari Ráðhúss Reykjavíkur verður lokaður frá klukkan 8:00 þann 28. október og opnar aftur klukkan 16:00, 30. október.
Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu.
Búast má við breytingum á ferðum strætisvagna. Nálgast má upplýsingar á Stræto.is
Nánari upplýsingar um þing Norðurlandaráðs má nálgast á vef Alþingis og á vef Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu