Gott, gagnlegt og skapandi samráð í Breiðholti | Reykjavíkurborg

Gott, gagnlegt og skapandi samráð í Breiðholti

fimmtudagur, 23. mars 2017

Breiðholtsþing var haldið í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 22. mars í tengslum við hugmyndasöfnunina Hverfið mitt 2017. Stuttar kynningar voru haldnar um skapandi hugsun og fyrirkomulag verkefnisins útskýrt fyrir fundargestum. Því sem næst var unnið eftir aðferðafræði skapandi samráðs, en það felur í sér að fundargestir skoðuðu stór líkön af Breiðholtinu og áttu út frá því umræður um hugmyndir sem þeir telja að geti nýst hverfinu og íbúum þess. Hugmyndir voru síðan merktar með sérstökum spjöldum sem búið er að útbúa fyrirfram, en einnig hafði fólk færi á að skapa sínar eigin hugmyndir út fyrir ramma spjaldanna. 

 • Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
  Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
 • Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
  Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
 • Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
  Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
 • Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
  Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti

Hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2017 er í fullum gangi og lýkur á miðnætti föstudaginn 24. mars.Hér má setja inn hugmyndir í Breiðholtshluta vefsins. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa vel yfir 100 hugmyndir komið þar inn - og nær 800 hugmyndir í öll hverfi borgarinnar.