Göngugötur í miðborginni á aðventu

Mannlíf Menning og listir

""

Göngugötur í miðborginni verða opnar frá kl. 16. virka daga en frá 11. um helgar fyrir gangandi umferð. Tímabilið er frá 13. desember til 23. desember 2018.

Aðventa er vinsæll árstími í miðborginni. Birtist það bæði í gleði og fjölda gesta. En eftir því sem nær dregur jólum má búast við miklum fjölda fólks í miðborginni, til að versla, sækja menningu og viðburði eða gera vel við sig á annan hátt í undirbúningi hátíðarhaldanna.

Eins og undanfarin ár verður völdum götum í miðborginni breytt í göngugötur hluta úr aðventunni. Tímabil göngugatna í ár helst í hendur við lengdan afgreiðslutíma verslana í miðborginni og verður því að þessu sinni frá 13. desember til 23. desember.

Frá kl. 16. virka daga en frá 11. um helgar

Göngugötur í miðborginni verða opnar frá kl. 16. virka daga en frá 11. um helgar fyrir gangandi umferð. Göturnar opna fyrir akandi umferð kl. 7. alla morgna og verður því akstur heimilaður um göturnar kl. 7. -16. á virkum dögum og 7. -11. um helgar.

Göngugötusvæðið verður eins og áður Laugavegur og Bankastræti milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis, Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis, Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis og Pósthússtræti með fyrirvara um að Tryggvagata verði opin á tímabilinu. 

Vert er að benda bílstjórum á að nota bílahúsin en auðvelt er að sjá hvar þau eru og hversu mörg stæði eru laus á vefsíðunni www.bilahus.is