Göngugatan Laugavegur - Vertu með!

Samgöngur Umhverfi

""

Reykjavíkurborg býður upp á íbúasamráð þar sem fjallað verður um varanlegar göngugötur. Laugavegur er eitt mikilvægasta samkomusvæði í Reykjavík og jafnframt eitt mest notaða göturými borgarinnar dag og nótt. Íbúasamráðið fer fram í sal í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar milli klukkan 12:00 – 17.30

Dagana 28. janúar – 3. febrúar næstkomandi mun Reykjavíkurborg bjóða upp á íbúasamráð þar sem fjallað verður um varanlegar göngugötur. Allir sem eru áhugasamir um málefnið fá tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um það hvernig göngugötur eiga að vera, hvaða líf megi skapa á þeim og hverju þurfi að huga að við hönnun og útfærslur göngugatna.

Almennt íbúasamráð

Viltu taka þátt í að endurhugsa Laugaveginn sem varanlega göngugötu, götu menningar og verslunar, þar sem fólk mælir sér mót og nýtur þess að vera? Íbúasamráðið fer fram í sal í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar milli klukkan 12:00 – 17.30

Sérstakir fyrirlestrar

  • Mánudagur 28.jan kl 12:00 – 12:30 formleg opnun íbúasamráðs, fulltrúar flokkana mæta. 12:30 - 13:00  Birgir Teitson, arkitekt segir frá tillögu Arkís, Landhönnunar og Verkís áttu vinningstillögu um Laugaveginn 2015. 
  • Fimmtudagur 31.jan — 12:30-13:00 – Eva Þrastardóttir, borgarhönnuður. Hugleiðingar um göngugötur.
  • Föstudagur 1.feb – 12:30-13:00 Dr. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur. Göngugötur í Kvosinni - algjört dauðafæri! 

Hugmyndirnar verða svo nýttar við útfærslu á varanlegum göngugötum.

Rýnifundir hagsmunaaðila

Sérstakir rýnifundir fyrir hagsmunaaðila eru svo fyrirhugaðir 2 kvöld vikunnar.

  • Mánudaginn 28. janúar frá klukkan 18.30 – 20.00: Veitingafólk, Verslunareigendur, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilar boðið að koma með sín sjónarmið varðandi göngugötur.
  • Þriðjudaginn 29. janúar frá klukkan 18.30 – 20.00: Íbúar á öllum aldri, fasteignaeigendur og fólki með skerta hreyfigetu boðið að koma með sín sjónarmið varðandi göngugötur.

Allar skoðanir eru mikilvægar og allir eru velkomnir! 

Viðburður á Facebook

Reykjavíkurborg