Gögn-in vann Borgarhakkið 2019

Samgöngur Stjórnsýsla

""

Fjöldi nýstárlegra hugmynda kom fram í Borgarhakkinu sem fram fór í Ráðhúsinu um helgina.

Borgarhakkið 2019 fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 11.–12. október. Fjöldi nýstárlegra og spennandi hugmynda litu þar dagsins ljós, en það voru þeir Guolin Fang og Stefán Carl Peiser sem fóru með sigur af hólmi.

Sigurverkefni þeirra, Gögn-in, er kerfi sem safnar og staðlar landfræðilegum rauntímagögnum til bestunar á ýmsum verkefnum tengdum t.d. umferð eða sorpi. Teymið hlaut eina millj­ón króna í verðlaun til að þróa lausn sína áfram.

Borgarhakkið er hakkaþon, eða hugmyndaverkefnastofa, þar sem þátttakendum gefst færi á að vinna að hugmyndum fyrir Reykjavíkurborg. Fjöldi leiðbeinenda eða “mentora” veitti þátttak­end­um ráðlegg­ing­ar á meðan á Borgarhakkinu stóð, en alls tóku 11 teymi þátt í hakkinu í ár.