Gjaldskylda fyrir bílastæði í samræmi við nýtingu

Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt breytingu á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar út frá notkun þeirra.

Niðurstöður talninga, nú líkt og árið 2019, sýna mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á flestum gjaldsvæðum. Tillagan felst í stækkun gjaldsvæðis 1 auk minniháttar tilfærslu á milli flokka og stækkun gjaldsvæðis á þremur stöðum. Á einum stað, við Höfða, er þó verið að leggja til lækkun á gjaldi með því að færa svæði niður um gjaldflokk en þar er nýting bílastæða að jafnaði undir viðmiðunarmörkum.

Í Reykjavík er unnið eftir samþykktu verklagi við innleiðingu á nýjum gjaldsvæðum og ákvörðun á gjaldskrá. Markmiðið er stýra nýtingu bílastæða í borgarlandi til að auka líkur á að vegfarendur geti fengið bílastæði sem næst áfangastað og draga úr hringsóli ökumanna í leit að bílastæðum.

Í samræmi við þetta verklag fóru talningar fram á núverandi gjaldsvæðum í október 2021. Tillagan hefur verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað er óbreytt frá gildandi afmörkun gjaldsvæða. Tillögurnar sem samþykktar voru fólu í sér nokkra breytingar, t.d. fer Kárastígur, Hallveigarsígur og Bjarnarstígur af gjaldsvæði 2 yfir á gjaldsvæði 1.

Nokkrar götur voru gerðar gjaldskyldar og verða á gjaldsvæði 2. Það er t.d. Ægisgata. Hér má sjá þær breytingar sem verða: 

Slóð á lista fyrir breytingarnar.