Gjaldskrár breytast um áramótin

Stjórnsýsla Fjármál

""

Gert er ráð fyrir að gjaldskrártekjur á hverju fagsviði hækki að jafnaði um 2,5%.

Gjaldskrár verða til samræmis við yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lífskjarasamninga frá 3. apríl 2019 um að sveitarfélög hækki að hámarki gjaldskrár fyrir árið 2020 um 2,5% og minna ef verðbólga verður lægri. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár á umhverfis- og skipulagssviði endurspegli raunkostnað eins og verið hefur.

Sjá samþykkta gjaldskrártillögu fyrir árið 2020 frá 5. nóvember sl.