Gestakort Reykjavíkur á nýrri glæsilegri vefsíðu

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Höfuðborgarstofa hefur sett í loftið nýja vefsíðu með upplýsingum um Gestakort Reykjavíkur, citycard.is. Nýja vefsíðan veitir greinagóðar upplýsingar um afþreyingu og menningu sem handhafar hafa aðgang að. Þá koma fram tillögur að hvernig hægt er að njóta afþreyingar og ferðast með Strætó í borginni með því að nýta sér kortið eftir því hvort fólk kaupir  24, 48, eða 72 tíma kort.  Nýja vefsíðan er ætluð til þjónusta ferðamenn enn betur og er nú hægt að kaupa kortið beint í gegnum síðuna.  

Höfuðborgarstofa hefur sett í loftið nýja vefsíðu með upplýsingum um Gestakort Reykjavíkur, citycard.is.  Nýja vefsíðan veitir greinagóðar upplýsingar um afþreyingu og menningu sem handhafar hafa aðgang að. Þá koma fram tillögur að hvernig hægt er að njóta afþreyingar og ferðast með Strætó í borginni með því að nýta sér kortið eftir því hvort fólk kaupir  24, 48, eða 72 tíma kort.  Nýja vefsíðan er ætluð til þjónusta ferðamenn enn betur og er nú hægt að kaupa kortið beint í gegnum síðuna.  

Gestakortið er einn helsti lykill að afþreyingu í borginni en handhafar þess fá aðgang að söfnum í Reykjavík, Húsdýragarðinum og Viðeyjarferju. Korthafar fá einnig óheftan aðgang í sundlaugar og Strætó í borginni. Þá veitir kortið afslátt á veitingahúsum, sýningum, verslunum og sundlaugum annarra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.

Gestakort Reykjavíkur stuðlar að betri dreifingu ferðamanna um höfuðborgarsvæðið og vekur athygli þeirri fjölbreyttu menningaflóru sem er í borginni.

Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.

Gestakort Reykjavíkur nýtur mikilla vinsælda hjá ferðamönnum sem sækja borgina heim og hefur sala þess aukist jafnt og þétt síðustu ár.  Á þessu ári er áætlað að alls verði seld 25.000 kort.