Gatnagerð og lagnir í Tranavogi

Framkvæmdir

Tranavogur

Gata og lagnir verða endurgerð í Tranavogi í Vogabyggð hefst í ágúst. Áætluð verklok eru 15. desember.

Í Tranavogi er um að ræða heildarframkvæmd fyrir veitulagnir, jarðvinnu undir götur og stéttar, yfirborðsfrágang götu og stétta, götulýsingu og frágang regnbeða ásamt gróðursetningu.Tilboð sem berast í framkvæmdir verða opnuð 9. júlí og verður væntanlegur verktaki valinn í framhaldinu. 

Aðgengi fyrir gangandi að húsum

Aðgengi fyrir gangandi að húsum verður tryggt. Ef leiða þarf hjáleið gönguleiðar yfir framkvæmdaskurð verður göngubrú lögð. Upplýsingaskilti framkvæmdaraðila verða staðsett á byrjun og enda framkvæmdarsvæða og þar sem lokanir eiga við. 

Verkið 

Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi en búast má við að það hefjist í ágúst. 

  • Rif og förgun á malbiki, hellum, steyptri stétt og kantsteini auk niðurtekt núverandi ljósastaura.
  • Uppgröftur fyrir götu- og gangstéttastæðum.
  • Fullnaðarfrágangur fyllinga undir nýjar götur og gangstéttastæði.
  • Fullnaðarfrágangur stofnlagna ofanvatns, skolps og vatns í götustæði.
  • Fullnaðarfrágangur götulýsingar.
  • Fullnaðarfrágangur hitaveitu, raflagna og stýristrengja í gangstéttarstæði.
  • Fullnaðarfrágangur púkklags ofan á nýja fyllingu undir malbik.
  • Fullnaðarfrágangur á neðra malbikslagi ofan á púkkmulning í götustæðum.
  • Fullnaðarfrágangur kantsteins og gangstéttaryfirborðs.
  • Fullnaðarfrágangur blágrænna beða.

Verktaki mun hafa samband við hagaðila og vinna með þeim í góðri samvinnu.