Brátt verður fyrstu plássunum úthlutað í nýjan hluta leikskólans Miðborgar, Vörðuborg. Fyrsta kastið verður 40 plássum úthlutað og svo fleirum eftir því sem aðlögun barna vindur fram sem og ráðningum starfsmanna.
Leikskólinn er starfræktur í þremur húsum
Leikskólinn sem hefur verið kallaður Ævintýraborg við Vörðuskóla er hluti af leikskólanum Miðborg en undir hann heyra einnig Barónsborg og Lindaborg. Einn biðlisti er fyrir alla leikskólana sem tilheyra Miðborg og hefst úthlutun fyrstu 40 plássanna af 75 í Miðborg-Vörðuborg um mánaðarmótin júlí, ágúst. Þau sem ekki eru á biðlista í leikskólann Miðborg í dag geta því sent inn umsókn eða gert breytingar á fyrirliggjandi umsókn. Umsóknin gildir svo fyrir leikskólann Miðborg og er börnum úthlutað plássi í því húsi sem passar þeim og starfi leikskólans best.