Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir fundaröð með fulltrúum úr atvinnulífinu. Í morgun var fundað með Viðskiptaráði.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs hefur skipulagt og leitt fundina sem fara fram í Höfða.
Í morgun fór fram fundur með fulltrúum frá Viðskiptaráði en tilgangur fundarins er að halda áfram reglubundnu samtali og samráði við fulltrúa atvinnulífsins með það að markmiði að borgin og atvinnulífið í Reykjavík skilji betur gagnkvæmar þarfir og væntingar.
Áður hafa verið haldnir sambærilegir fundir hafa verið haldnir með Samtökum ferðaþjónustunnar SAF, Samtökum Iðnaðarins SI, Samtökum verslunar og þjónustu SVÞ og Félagi Atvinnurekenda FA og Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA.
Þórdís Lóa telur fundina mjög gagnlega fyrir Reykjavíkurborg sem hvetur til umræðu um þjónustu borgarinnar. Teknir hafa verið saman punktar af öllum fundunum sem verða nýttir til að bæta þjónustu borgarinnar við íbúa og atvinnulíf en án þess getur borgin ekki verið.
„Fundurinn í morgun var ákaflega gagnlegur og umræðan málefnaleg. Við viljum gjarnan heyra um það sem betur má fara í borginni og í samstarfi okkar við atvinnulífið enda skiptir það okkur miklu máli að hafa öflugt atvinnulíf og hátt atvinnustig. Ég fagna því enn og aftur hversu vel forsvarsmenn samtaka í atvinnulífinu hafa tekið í þessa vinnu,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.