
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar fór að dælustöð Veitna við Faxaskjól í gær og mældi magn saurgerla í fjörunni við dælustöðina.
Frumniðurstöður leiða Í ljós að gerlamagn eru undir viðmiðunarmörkum vestan megin við stöðina. Alveg við stöðina austan megin í fjörunni voru mælingar yfir mörkum en þegar mælt er austar við Ægissíðu falla niðurstöður í flokk tvö ef miðað er við reglugerð um baðstaði í náttúrunni 460/2015.
Heilbrigðiseftirlitið mun halda áfram að mæla magn saurgerla við fráveitustöðina og nágrenni og eru starfsmenn þar við mælingar í dag.
Umræða hefur einnig verið um hugsanlega saurgerlamengun í Nauthólsvík. Deilustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5km fjarlægð frá Víkinni og straumar og þynning eru þannig að engar líkur eru á að gerlar berist þangað. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins tóku sýni í gær og í dag í Nauthólsvík og frumniðurstöður fást á morgun, laugardaginn 8. júlí.