Það var gífurlegt stuð og stemning í meðan allir unglingar í Breiðholti biðu eftir að forseti Íslands kæmi á samt borgarstjóra í Austurberg þegar opinber heimsókn forsetans stóð yfir í síðustu viku. Emmsjé Gauti og Steindi Jr. frumfluttu jólalagið Partýjól sem þeir gáfu út í dag ásamt Þormóði.
Á meðan forsetinn og föruneyti heimsótti Gerðuberg, hituðu Emmsjé Gauti og Steindi Jr. upp fyrir komu þeirra í Austurberg þar sem voru saman komnir 800 unglingar úr Breiðholtinu. Allar unglingadeildir skólanna fimm, Ölduselsskóla, Seljaskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Breiðholtsskóla voru saman komin og var sannkölluð partý stemning þegar þeir Steindi og Emmsjé Gauti fluttu sín þekktustu lög, auk þess að frumflytja jólalag. Hér má sjá brot úr myndbandi sem sýnir vel hvernig allt ætlaði um koll að keyra.
Við tók svo skólahljómsveit Austurbæjar og spilaði þekkt popplög og náðu góðri þátttöku allra viðstaddra. Forsetanum var færð gjöf eftir Breiðhyltinginn, Svarar Pétur sem þekktur var sem Prins póló. Á eftir fylgdi borgarstjórinn sem meðal annars spurði salinn hvort þau vildu byrja skóladaginn seinna og af undirtektunum að dæma var svarið skýrt já.