Frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri

Myndin sýnir börn í sundi.

Frá og með mánudeginum 1. ágúst er frítt í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn til 16 ára aldurs.

Hægt verður að fá gildandi barnakort endurgreidd og ný kort verða á kennitölu barns. Börn, sem koma í sund, gefa sig fram við afgreiðslu og gefa upp kennitölu. Muna að þau sem eru yngri en 10 ára þurfa að vera í fylgd 15 ára eða eldri.

Börn á 16. aldursári byrja að borga ungmennagjald, 175 krónur, og gildir það að 18 ára afmælisdegi hvers og eins.

Athugasemdir og/eða spurningar er hægt að senda á sundkort@reykjavik.is