No translated content text
Borgarráð hefur samþykkt að lækka aldursmörk þeirra sem fá frítt í sund í sundlaugum Reykjavíkurborgar úr 70 árum í 67 ára í samræmi við tillögur starfshóps um heilsueflingu aldraðra.
Íþrótta- og tómstundasvið sér um framkvæmdina í samvinnu við velferðarsvið. Kostnaður vegna breytingarinnar er áætlaður 15 milljónir á ársgrundvelli.
Á árinu 2011 var tekin ákvörðun um að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sund á vegum borgarinnar úr 67 árum í 70 ár en það var liður í viðbrögðum við bágri fjárhagsstöðu borgarinnar á þeim tíma. Starfshópur um heilsueflingu aldraða leggur áherslu á að eldri borgarar hafi góðar aðstæður til hreyfingar og munar í því samhengi um hvert ár því var lagt til að aldursmörkum yrði breytt í fyrra horf.