Friðarsúlan tendruð í tilefni gullbrúðkaups Yoko Ono og Johns Lennon

Menning og listir Mannréttindi

""

Friðarsúlan mun lýsa upp kvöld­him­in­inn á vor­jafn­dægrum og vik­una þar á eftir, 20.-26. mars.

Á þessum tíma er dagur­inn um það bil jafn­langur nótt­inni hvar sem er á jörðinni. Tímasetning tendr­un­ar­innar helg­ast af því að þann 20. mars árið 1969 - fyrir sléttum 50 árum,  gengu Yoko Ono og John Lennon í hjóna­band. Eins og frægt er eyddu þau hveiti­brauðs­dög­unum í  að mót­mæla stríð­inu í Víetnam, nakin í hjóna­sæng­inni.

Það er því vel við hæfi að tendra Friðarsúluna og hugsa sér frið á þessum tímamótum.