Friðarsúlan lýsir 20.-27. mars

mánudagur, 20. mars 2017

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

  • Friðarsúlan í Viðey
    Friðarsúlan í Viðey

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur, kl. 21.39, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono.  Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

Ljósgeisla friðarsúlunnar er einmitt ætlað að minna fólk á frið og mun hann lýsa upp kvöldhimininn á vorjafndægri, 20. mars, þegar sólin er beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt um það bil jafnlöng um alla jörð. Friðarsúlan mun loga þar til sólin kemur upp að morgni mánudagsins 27. mars.

Ljós Friðarsúlunnar sést vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en einnig má sjá hana í beinni útsend­ingu hér.

Nánar