Framkvæmdir á Norðurstíg og Nýlendugötu ganga vel

Umhverfi Skipulagsmál

""

Vinnan við að breyta heildaryfirbragði Norðurstígs hefur gengið vel. 

Eins og oft er þegar framkvæmt er í eldri hverfum kemur ýmislegt í ljós þegar farið er að grafa undir yfirborð.

Forleifafræðingar voru kallaðir til í upphafi til að kanna mannvistarleifar. Við uppgröftinn fundust fornleifar; gamall beituskúr, undirstöður undir Hlíðarhús og aðrar mannvistarleifar, líklega um 200 ára gamlar. Búið er að teikna þær upp og merkja og fornleifafræðingar hafa nú lokið störfum.

Ennfremur kom í ljós að fráveitulagnir reyndust liggja öðruvísi en teikningar gáfu til kynna og því þurfti að endurhanna fráveituhluta framkvæmdarinnar. Einnig kom í ljós að lagnir fyrir heitt og kalt vatn og rafmagn myndu þarfnast endurnýjunar á næstu árum. Var því ákveðið að gera það nú til að ekki þyrfti að grafa aftur á svæðinu í bráð.

Ofantalin atriði hafa ekki áhrif á áætlaðan heildarframkvæmdatíma verksins.

Sjá nánar um verkefnið Norðurstígur og Nýlendugata