Foreldrar sæki börn sín í lok dags

Skóli og frístund

Teikning af krakka í óveðri

Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með veðri og sækja börn yngri en 12 ára í lok skóla- og frístundastarfs.

Veður er að versna á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sent út viðvörun vegna veðurs og þá sér í lagi í efri byggðum borgarinnar.

Hvatt er til þess að fylgjast vel með veðri og leggja niður æfingar og aðrar tómstundir fyrir börn sem eiga að vera seinni partinn í dag.

In English;

The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.

Further information on www.shs.is and on Facebook (Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins)