Flóra Íslands á Spennistöðina

Umhverfi Skóli og frístund

""

Sara Riel er þessa dagana að mála listaverk utan á gömlu spennistöðina við Austurbæjarskóla, en íbúar kusu vegglistaverk til framkvæmda en það  er hluti af íbúalýðræðisverkefninu „Hverfið mitt“.

Flóra Íslands (2019) er heiti verks Söru Riel og er það sérstaklega gert fyrir Spennistöðina og Félagsmiðstöðina 100og1 með tilliti til staðsetningar, skólastarfsins og vegglistahefðar á veggnum.

Verkið er samansett af plöntum sem nemendur Austurbæjarskóla völdu sem sinn staðgengil. Farið var í leik þar sem spurt var: „Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú og af hverju?“

Áætluð verklok eru um miðjan september og verður formleg opnun kynnt sérstaklega. Sara segir það vera ánægjulegt og ekki truflun þegar fólk líti við til að fylgjast með gangi verksins.   

Fjöldi verkefna  að veruleika í gegnum „Hverfið mitt“

Mikill fjöldi verkefna hefur komist til framkvæmda í gegnum íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“. Íbúar kusu eftirtalin verk til framkvæmda í ár:

  • Skautasvell á tjörnina
  • "Frumskógur" fyrir börn á leiksvæði í miðbænum
  • Grænn reitur á Grettisgötu - Vin í miðbænum
  • Grænn mosaveggur sem dregur í sig mengun
  • Skipta út ruslatunnum
  • Endurnýja Einarsgarð
  • Endurnýja göngustíga í Hljómskálagarði
  • Körfuboltakörfur í miðbæinn
  • Vegglistaverk á Spennistöðina

Næst verður kosið 31. október til 14. nóvember og  þá um verkefni sem koma eiga til framkvæmda á næsta ári.

Nánari upplýsingar: