Vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni hafa Veitur þurft að skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og eru laugarnar því lokaðar í dag, fimmtudaginn 19. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum tekur skerðingin enda á hádegi á morgun, föstudag. Í ljósi þess er stefnt að opnun sundlauga Reykjavíkurborgar kl. 15 á morgun en vert er að taka fram að útisundlaugar munu kannski ekki hafa náð fullum hita á þeim tíma. Heitir pottar ættu hins vegar að vera orðnir heitir.
Ylströndin í Nauthólsvík verður opnuð klukkan 12 á hádegi á morgun eins og venjan er en Árbæjarlaug verður opnuð kl. 9 á laugardagsmorguninn, 21. janúar.