Fleiri en áður hjóla í janúar

Hjólaborgin Samgöngur

Vetrarhjólreiðar

Horfur eru á að 2024 verði gott hjólaár því tölur sýna að reiðhjólin voru nýtt betur í janúar en undanfarin ár. 

Hjólateljarar sýna að fleiri en áður hjóluðu í janúar, þrátt fyrir rysjótt veður. Á höfuðborgarsvæðinu var aukningin 38% eða fór úr 58.395 í 80.445. Á völdum sex stöðum innan Reykjavíkur var aukningin 32% eða fór úr 21.071 í 27.911 milli ára. Þessir staðir eru Nauthólsvík, Ægisíða, Harpa, Glæsibær, Geirsnef og Elliðaárdalur. 

Hjólatalningar