Fjórir nýir leikskólastjórar

Skóli og frístund

""

Gengið hefur verið frá ráðningum í stöðu leikskólastjóra við fjóra leikskóla borgarinnar: í Steinahlíð, Vinagerði, Furuskógi og á Sæborg. 

Bergsteinn Þór Jónsson hefur verið ráðinn leikskólastjóri í Steinahlíð. Hann hefur starfað sem leikskólakennari, deildarstjóri og sem aðstoðarleikskólastjóri frá árinu 2001 og hefur víðtæka reynslu af störfum og stjórnun leikskóla.

Harpa Ingvadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Vinagerði. Hún hefur víðtæka reynslu sem leikskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri allt frá árinu 1999 og hefur leitt mörg framsækin verkefni í leikskólastarfi.

Ingibjörg Brynjarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Furuskógi. Hún hefur um 30 ára starfsreynslu í leikskóla og skólastjórnun, m.a. sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. 

Ásta Kristín Svavarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Sæborg. Hún hefur starfað sem leikskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri frá árinu 2000 og hefur því víðtæka reynslu af störfum og stjórnun leikskóla.