Fjórir nýir leikskólastjórar | Reykjavíkurborg

Fjórir nýir leikskólastjórar

þriðjudagur, 23. janúar 2018

Nýir leikskólastjórar hafa verið ráðnir við leikskólana Engjaborg, Lyngheima, Hulduheima og Seljaborg

  • Leikskólinn Hulduheimar
    Leikskólinn Hulduheimar
  • Börn í leikskólanum Engjaborg.
    Börn í leikskólanum Engjaborg.
  • Í Seljaborg
    Í Seljaborg

Pála Pálsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Engjaborg í Grafarvogi. Hún lauk leikskólakennaranámi frá Fósturskóla Íslands, B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og stundar nú meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana. Hún hefur áralanga reynslu sem leikskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri  og hefur s.l. 5 ár starfað sem leikskólastjóri í Hólaborg. 

Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra í Lyngheimum í Rimahverfi. Hún auk leikskólakennaranámi frá Fósturskóla Íslands og hefur áralanga reynslu sem leikskólakennari, deildarstjóri og síðastliðin 14 ár sem aðstoðarleikskólastjóri. Hún tekur við starfinu 1. febrúar. 

Elín Rós Hansdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Hulduheimum í Grafarvogi. Hún hefur víðtæka þekkingu og reynslu af leikskólastarfi en hún hefur B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og áralagna reynslu sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri auk þess sem hún starfaði sem leikskólastjóri. Hún er boðin velkomin til starfa í Hulduheimum. 

Olga Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Seljaborg í Breiðholti. Hún hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi og hefur starfað sem deildarstjóri í 8 ár, aðstoðarleikskólastjóri í 6 ár og sem leikskólastjóri í afleysingum. Hún tekur við starfinu 1. febrúar.