Fjölskyldudagar í vetrarfríinu

Skóli og frístund

""

Dagana 18. 21. og 22. október verður vetrarfrí í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Frístundamiðstöðvar, félagsmiðstöðvar og sundlaugar Reykjavíkurborgar, bjóða upp á fjölmarga viðburði í vetrarfríinu.

Frístundamiðstöðin Gufunesbær ætlar að bjóða börnum  og fjölskyldum þeirra upp á skemmtilega dagskrá föstudaginn 18. október og mánudaginn 21. október. Á föstudaginn verður klifurturninn við Gufunesbæ opinn kl. 10 - 12 fyrir þá sem vilja klifra sér að kostnaðarlausu. Kl. 10-14 verður útieldun þar sem heitt kakó verður í boði fyrir gesti og gangandi og tilvalið að koma með sykurpúða eða annað til að elda á teini. Kl. 12 hefst skráning í frisbígolfmót og verður hægt að fá lánaða diska á staðnum. Mótið sjálft hefst kl. 12.30. Á mánudaginn verður svo Bingó í Hlöðunni kl. 13 - 15. Ágóði af því mun renna til ABC hjálparstarfs. Veitingasala verður á staðnum.

Frístundamiðstöðin Miðberg í Breiðholti stendur fyrir hrekkjarvöku fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu. Dagskrá verður í Gerðubergi og frístundamiðstöðinni og boðið upp á draugahús, nornakaffihús, andlitsmálningu, upplestur á draugasögu í speglasalnum í Gerðubergi, föndursmiðju og svokallaða hryllingskassa. Þorir þú að þreifa á heila?  .

Frístundamiðstöðin Frostaskjól stendur fyrir fjölskyldudagskrá í Vesturbænum föstudaginn 18. október. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hefst hún kl. 13.00 með skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna. Skráning í ratleikinn fer fram í Frostaskjóli frá kl. 12.00 - 12.50, en þrír til fimm mega vera saman í hverjum hóp. Að ratleik loknum hefst kökukeppni Frostaskjóls í Frostaskjóli og frá klukkan 14:30-16:00 býðst gestum og gangandi að bragða á þeim kökum sem þóttu bestar og fallegastar. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í kökukeppninni geta komið sem sína köku í Frostaskjól fyrir hádegi á föstudaginn. Frá klukkan 16.00 - 17.00 verður frítt fyrir alla fjölskylduna í sundlaug Vesturbæjar og mun DJ TempoRaid þeyta skífum á meðan.

Þá má einnig benda á skemmtilega afþreyingakosti í hverfum borgarinnar á Ævintýri á heimaslóðum þar sem búið er að kortleggja hverfin og safna saman fjölmörgum hugmyndum og tillögum að því sem hægt er að gera í borginni okkar. Reykjavíkurborg býður uppá endalausa möguleika og ævintýrin leynast víða. Útivistaperlur, söfn og aðrir skemmtilegir staðir liggja á hverju strái.

Félagsmiðstöðvar skóla- og frístundasviðs eru með opið eins og venjulega í vetrarfríinu. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á vefsíðum félagsmiðstöðvanna.

Þá eru sundlaugar borgarinnar opnar eins og venjulega þar sem hægt er að eiga gæðastundir