Fjölskyldan saman í vetrarfríinu

""

Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkur 19. og 20. febrúar. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum. 

Frístundamiðstöðvar í öllum hverfum borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu. Frítt er í sundlaugar á tilgreindum tímum þar sem boðið er upp á sundlaugafjör, tónlist og leiki og fullorðnir sem eru í fylgd með börnum fá ókeypis inn á menningarstofnanir borgarinnar báða vetrarfrísdagana. Þá verður opið lengur á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli og einnig hægt að renna sér á skíðum í Ártúnsbrekku og í skíðabrekkunum í Grafarvogi og Breiðholti. Á bókasöfnunum verður hægt að grípa í spil og föndra saman. Í Gerðubergi verður einnig skemmtileg dagskrá laugardaginn 21. febrúar á alþjóðadegi móðurmálsins þar sem Sóla sögumaður segir sólarsögu og Jón Víðis töframaður stígur á stokk. 

Meðal þess sem fjölskyldan getur líka skemmt sér við er ratleikur í Elliðaárdal, útieldun við Gufunesbæ, samsöngur í Vesturbæjarlaug, hlussubolti í Kringlumýri, listasmiðjur og fjölskyldubingó.

Sjá dagskrá frístundafrístundamiðstöðva og menningarstofnana í vetrarfríinu.

Sjá myndband um fjölskyldufjör í Frostaskjóli sem krakkarnir í Tíu-12 gerðu. 

Sjá auglýsingu um Fjölskyldufjör í Vesturbæ.

Sjá auglýsingu um dagskrá í vetrarfríi í efri byggðum.