Fjöldi fræðslutilboða kynnt á Uppsprettu

Skóli og frístund

Uppspretta 2023

Líf og fjör var á Uppsprettu á Kjarvalsstöðum í gær þar sem fjölbreytt fræðslutilboð fyrir skóla- og frístundastarf voru kynnt fyrir kennurum og starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva.

Fjöldi stofnana sem bjóða upp á fræðslu og samstarf kynntu sína vetrardagskrá og kenndi ýmissa grasa. Þau sem kynntu höfðu komið upp einskonar básum og á því mátti sjá að margt er í boði fyrir börn í borginni. Fallegt umhverfi Kjarvalsstaða gerði skemmtilega umgjörð fyrir kynningarnar sem fjölluðu um menningu, tækni, náttúru, listir, sögu, tilraunir, vettvangsferðir, tungumál, tæki, viðburðir og tól svo að eitthvað sé nefnt.

Á vef Uppsprettu er líka ýmislegt spennandi að finna

Skóla- og frístundasvið og Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur standa að Uppsprettu. Á vef Uppsprettu eru á einum stað aðgengilegar upplýsingar um allskyns fræðslutilboð sem standa til boða á starfstíma skóla- og frístundastarfs. Markmiðið með vefnum er að auðvelda starfsfólki í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum að finna upplýsingar um allt það sem þeim stendur til boða fyrir börnin tengt menntun þeirra.