Fjölbreytt og ókeypis dagskrá í haustfríinu

Skóli og frístund

Börn skoða Íslandskortið í Tjarnarsal Ráðhússins.

Frístundamiðstöðvar og menningarmiðstöðvar í Reykjavík bjóða upp á allskonar viðburði og sýningar í haustfríinu sem hefst í grunnskólum borgarinnar á morgun. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd barna og ættu því öll að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt til að brjóta upp hversdaginn.

Grímugerð, karókí og annað húllumhæ

Haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur stendur yfir frá 26. til 30. október og er úrvalið á viðburðum, sýningum og smiðjum fjölbreytt og spennandi. Í frístundamiðstöðvunum er boðið upp á allskyns afþreyingu eins og hrekkjavökugleði, klifur, hjólreiðar, ratleiki, föndur og útigrill.

Listasöfn borgarinnar verða einnig opin og bjóða að auki upp á skemmtilegar listasmiðjur, kynningar og leiðsögn. Borgarbókasöfnin verða líka með allskonar húllumhæ. Til dæmis má nefna fiskivatnslitasmiðju, hrekkjavökugrímugerð, karókí, DragStund, barmmerkjagerð, sögustund og ýmsar þrautir.

Dagskrá í haustfríi 2023