Fimm talmeinafræðingar taka til starfa | Reykjavíkurborg

Fimm talmeinafræðingar taka til starfa

mánudagur, 9. júlí 2018

Stórbæta þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda.

  • MálÞroski
    Lesið í Melaskóla

Fimm talmeinafræðingar hafa verið ráðnir til að sinna talmeinaþjónustu við skólana í borginni. Allir eru þeir nýútskrifaðir frá Háskóla Íslands. Fyrsta árið verður lögð áhersla á að styðja þá með handleiðslu og skipuleggja hvernig þeir muni gagnast skólakerfinu sem best. Þeir munu fyrst um sinn hafa starfsaðstöðu í Þjónustumiðstöð Vestubæjar, Miðborgar og Hlíða en vera í nánu sambandi við skólaþjónustu í þeim hverfum sem þeir sinna. Eftir ár verða verkefni og staðsetning þeirra endurmetin. Ráðning þeirra á að stórbæta þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda og gera hana markvissari. 


Á árinu 2017 var samþykkt fjárveiting til að ráða talmeinafræðinga í öll hverfi borgarinnar og einnig hegðunarráðgjafa á grunnskólastigi með fyrirmynd í því sem gert hefur verið á leikskólastiginu.