Ferðaþjónusta fyrir íbúa á Sléttuvegi 7

Velferð

""

Velferðarsvið býður íbúum að Sléttuvegi 7, sem misstu bílana sína í eldsvoða um páskana, akstursþjónustu.

Fólkinu sem lenti í þessum hremmingum hefur verið boðið að sækja um ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðstoð ráðgjafa. Ákveðið hefur verið að gera undanþágu frá reglu um bifreiðaeign í þann tíma sem viðkomandi er bíllaus vegna brunans.

Ráðgjafar hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hafa hringt í þá íbúa sem eru með ráðgjafa og rætt stöðuna og þeim íbúum boðin aðstoð ef þörf er á.

Önnur aðstoð eins og áfallaaðstoð er einnig í boði. 

Nánari aðstoð og upplýsingar er hægt að fá á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sími 411 1500.