Félagsstarf fullorðinna

Velferð

""

Velferðarkaffi fjallar að þessu sinni um málefni félagsstarfs fullorðinna; stöðu, þróun og tækifæri. Hver er staðan, hvað er vel gert og hvað má betur fara?

Velferðarkaffi er röð morgunverðarfunda á vegum velferðarráðs Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um þjónustu velferðarsviðs frá ýmsum hliðum. Þessi fyrsti fundur ársins er haldin í félagsstarfinu í Hæðargarði 31 og hefst klukkan 8.15 föstudaginn 31. janúar.

Dagskrá:

Kl. 8.15 Mæting og morgunkaffi
Kl. 8.30 Erindi

  • Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Ný menning í öldrunarþjónustu
  • Þórhildur Egilsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs
  • Rannveig Ernudóttir, fulltrúi í Öldungaráði Reykjavíkurborgar og forstöðumaður félagsstarfs á Dalbraut
  • Sýn notanda á þjónustuna

Kl. 9.30 Umræður og samantekt

Fundurinn er opinn - öll hjartanlega velkomin! Hann fer fram í Hæðargarði 31. Fundarstjóri er Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.