Falsaðar undirritanir á framboðslistum

Kosningar

""

Við yfirferð meðmælendalista í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður fundust falsaðar undirritanir í talsverðum mæli hjá einu framboði í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Viðkomandi stjórnmálasamtök drógu framboðið tilbaka.

Einnig kom í ljós afmarkað tilvik fölsunar hjá öðrum framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi norður sem var þess eðlis að það hafði engin áhrif á gildi framboðslistans. Í dag tóku kjörstjórnir ákvörðun um að senda tilkynningu til lögreglu vegna beggja þessara tilvika.

F.h. yfirkjörstjórna í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður,
Erla S. Árnadóttir og Sveinn Sveinsson