Er ég að klúðra þessu? - streymi

Skóli og frístund

""

Fróðir foreldrar og Menntavísindasvið Háskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á fræðslukvöld, ER ÉG AÐ KLÚÐRA ÞESSU? Þar verður m.a. fjallað um matvendni, áhrif feðra, söngþroska og uppeldi.

Fræðslukvöldið fer fram miðvikudaginn 16.janúar kl 20:00 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík.

Fróðir foreldrar er samstarfshópur foreldra, frístundamiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar og íþróttafélaga í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ um uppeldi, forvarnir og fræðslu. Fræðslukvöldið er haldið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Erindi kvöldsins eru;

Ræðum í stað þess að rífast - Erindi þar sem Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor, veitir holl ráð til foreldra um árangursríka og leiðandi uppeldishætti.

Málþroski og söngþroski - Erindi Helgu Rutar Guðmundsdóttur, dósent, en hún segir foreldrum frá söng og áhrifum hans á þroska og máltöku barna.

Íslenskir feður – bestir í heimi? - Ársæll Már Arnarsson, prófessor, fjallar um mikilvægi jákvæðra tengsla milli föður og barns.

Bragðlaukaþjálfun - Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor. gefur foreldrum ráð um matvendni barna.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 15.janúar.  Athugið að frestur til að skrá túlkaþjónustu er mánudagur 14. janúar.

Markmið verkefnisins eru:
- Að rödd foreldra og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrist
- Að virkja samtakamátt foreldra sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna
- Að nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið
- Að standa fyrir fræðslukvöldum byggð á óskum og hugmyndum forelda í hverfunum