Enn fjölgar grænum skrefum starfsstaða borgarinnar

Skóli og frístund Umhverfi

græn skref 100og1

Nýlega hafa 556 umhverfisvænar aðgerðir verið tekna hjá starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í 20 grænum skrefum.

Fara með afganga í frískáp

Frístundaheimilið Skýjaborgir tók nýverið annað skrefið og leikskólinn Stakkaborg tók fyrsta skrefið en þar hefur matráðurinn meðal annars farið með afgangsmat í frískáp. Þannig geta aðrir notið matarins í stað þess að honum sé hent og því er unnið gegn matarsóun.

Þá hafa félagsmiðstöðin 100og1 og Rimaskóli nýverið fengið viðurkenningu fyrir sín fyrstu grænu skref og allar starfseiningarnar á Kjalarnesi tóku eiginlega stökk því þær tóku öll fjögur skrefin í einu, það er Klébergsskóli, Leikskólinn Berg, Frístundaheimilið Kátakot og Félagsmiðstöðin Flógyn.

Umhverfisvænu aðgerðirnar eru af ýmsum toga, í þeim felast til dæmis rétt flokkun, að kaupa umhverfisvottaðar hreinlætis- og ræstivörur, umhverfisvænar samgöngur, minni sóun, betri orkunotkun og margt annað.