Engin mengun í sjónum við Nauthólsvík

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar það sem áður hefur komið fram að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli.

Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni í gær,  7. júlí og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama.