Endurnýjun umferðarljósa við Miklubraut-Skeiðarvog

Ljósastýring

Miðvikudaginn 11. maí verður slökkt á umferðarljósum við gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs klukkan níu að morgni. Ljósin verða virkjuð aftur síðdegis á föstudag. Á þessum tíma verða ljósin endurnýjuð með nýjum búnaði. 

Umferðarskilti og merkingar gegna hlutverkinu á meðan og eru lögreglan og Vegagerðin upplýst um málið.

Kortið sýnir staðsetningar þar sem umferðarljós verða endurnýjuð. 

Vegna umferðaröryggis verður loka fyrir vinstribeygjuumferð frá Miklubraut inn í Réttarholtsveg/Skeiðarvog til norðurs og suðurs.