Endurgerð Norðurstígs og Nýlendugötu

Skipulagsmál

""

Farið verður í framkvæmdir við endurgerð Norðurstígs og Nýlendugötu á milli Norðurstígs og Ægisgötu í sumar.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Naustareitnum sem afmarkast af Tryggvagötu, Norðurstíg og Vesturgötu. Þar er búið að byggja ný hús bæði í nýjum og gömlum stíl og búa til nýtt torg fyrir framan Tryggvagötumegin sem kallast Naustatorg. Nú er hins vegar komið að því að endurgera Norðurstíg sem liggur á milli Vesturgötu og Tryggvagötu. Í leiðinni verður sá kafli Nýlendugötu sem liggur á milli Norðurstígs og Ægisgötu einnig endurgerður og gerður að vistgötu.

Endurgerðin felst í því að yfirborð gatna verður endurnýjuð, nýjar gangstéttir lagðar og allar lagnir veitufyrirtækja endurnýjaðar. Norðurstígur verður áfram einstefnugata til norðurs en keyra má hann frá Vesturgötu að Tryggvagötu.

Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 80 mkr. og hefur borgarráð samþykkt að verkið verði boðið út.

Síða um Norðurstíg og Nýlendugötu hér. 

Myndasyrpa af nýju útliti gatna.