Elsti starfandi grunnskóli Reykjavíkur 95 ára

Skóli og frístund

Klébergsskóli 95 ára

Klébergsskóli á Kjalarnesi varð 95 ára um síðustu helgi og bauð í afmælisveislu til að fagna þeim merka áfanga.

Húsið var opnað að morgni dags og var mikið um dýrðir. Afrakstur nemenda úr afmælisþemaviku sem tengdist átthagaþema var til sýnis. Nemendur voru leiðsögumenn foreldra sinna um skólann. Þau höfðu bakað og buðu upp á gómsætar veitingar og myndasýning var í umsjónarstofum. Eftir opna húsið fengu nemendur heimsókn frá Lalla töframanni og eftir góða sjávargöngu var stutt umfjöllun um skólann sem Sigrún Anna skólastjóri tók saman. Að lokum var afmælissöngur sunginn og allir fengu frostpinna.

Klébergsskóli 95 ára

Foreldrum var svo boðið að kíkja við í kaffi í leikskólanum Bergi seinnipartinn en leikskólinn varð einmitt 20 ára á árinu.