Elskum meira og kaupum minna drasl

Skóli og frístund

""

það var eftirvænting meðal barna í fyrsta til sjöunda bekk Ártúnsskóla í morgun þegar þau horfðu á beint streymi Daða Freys þar sem hann spjallaði um og lék tónlist af ýmsum toga fyirr nemendur.

Að sjálfsögðu lék hann lag Barnamenningarhátíðar, Hvernig væri það?  En lagið samdi Daði út frá tillögum barna í 4. bekk grunnskóla Reykjavíkur. Lagið fjallar um betri heim þar sem umhverfismál og náungakærleikur eru áberandi.

Textinn við lag Barnamenningarhátíðar Hvernig væri það?

Það væri næs ef það væri alltaf sumar og Pokémon væri til. Það væri næs ef að gæludýrin okkar töluðu sama mál og við. Það er margt sem ekki er hægt að breyta, en það á samt ekki við um allt.

Kaupum minna drasl, notum minna plast, verum góð við hvert annað, hvernig væri það? Pössum jörðina, friður alls staðar, hvernig væri það?

Það væri næs að fá að ráða öllu að geta flogið og galdrað smá. Það væri næs að gera allt sem mann langar, fá allt sem maður vill fá. Það er margt sem ekki er hægt að breyta, saman getum við samt gert svo margt.

Við getum brosað meira, hlustað meira á börn, plantað fleiri trjám og snúið sókn í vörn. Við getum elskað meira, við getum elskað meira. Það væri næs.

Kaupum minna drasl, notum minna plast, verum góð við hvert annað, hvernig væri það? Pössum jörðina, friður alls staðar, hvernig væri það?

Kaupum minna drasl, notum minna plast, verum góð við hvert annað, hvernig væri það? Pössum jörðina, friður alls staðar, hvernig væri það?

Það verður engin venjuleg Barnamenningarhátíð í Reykjavík í ár. Þess í stað verður barnamenning um alla borg í allt sumar. Viðburðir munu fara fram í nafni hátíðarinnar á tímabilinu 4. maí til 15. ágúst.

Breytingin á hátíðinni er vegna fjöldatakmarkanna vegna COVID-19 veirunnar.  Í stað þess að aflýsa hátíðinni í ár fær listafólk, skólar og ýmsir aðrir sem sinna barnamenningu styrk til viðburða.

Streymið hans Daða

Meira á vef Barnamenningarhátíðar