Elliðaár í náttúrulega mynd við Árbæjarstíflu

Umhverfi

""

Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur tæmir til frambúðar lónið fyrir ofan Árbæjarstíflu á morgun fimmtudaginn 29. október. Tæmingin er gerð í samráði við Hafrannsóknarstofnun sem hefur lagt til að komið verði á náttúrulegu rennsli í gegnum stífluna, það er að ekki sé átt við lokur til að stýra því og þær hafðar opnar allt árið.

Ástæða þessarar breytingar eru vatnsgæðamælingar sem gerðar voru í ánni neðan stíflunnar meðan á tæmingu stóð í vor. Niðurstöður sýndu að þessi árlega tæming á lóninu er ekki æskileg fyrir lífríkið. Í þessu nýja fyrirkomulagi eru hagsmunir lífríkisins hafðir að leiðarljósi enda Elliðaár og dalurinn allur einstök náttúru- og útivistarperla í borg. Við tæmingu lónsins færast árnar nær sinni náttúrulegu mynd til frambúðar.

Nánar um þetta á vef Orkuveitu Reykjavíkur en þar er líka hægt að lesa minnisblað fuglafræðings um áhrif á fuglalíf.