Elínrós nýr skólastjóri Ölduselsskóla

Skóli og frístund

""

Elínrós Benediktsdóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla.

Elínrós hefur starfað við Ölduselsskóla um langa hríð. Hún lauk B.Ed. prófi árið 2001 og M.A. námi í mannauðsstjórnun árið 2016. Hún hefur metnaðarfulla framtíðarsýn og hugmyndir um farsælt skólastarf sem byggir á samvinnu allra aðila skólasamfélagsins.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendafjöldi er u.þ.b 510 nemendur og starfsmenn skólans er um 80 talsins.

Við óskum Elínrós farsældar í starfi sem skólastjóri Ölduselsskóla.