Eldri borgarar fá engin venjuleg skóhorn

Velferð

""

Formaður velferðarráðs, Heiða Björg Hilmisdóttir, veitti í dag viðtöku skóhornum úr hendi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra. Þetta eru engin venjuleg skóhorn heldur eldvarnarskóhorn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinis.

Skóhornin er framleidd með „takka“ sem er til þess gerður að kanna hvort reykskynjari virki. Skóhornin verða færð öllum eldri borgurum, 67 ára og eldri sem fá  heimaþjónustu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Þegar horft er til rannsókna þá eru föll og byltur langalgengustu slysin í heimahúsum meðal eldri borgara,  í sumum rannsóknum er hlutfallið yfir 75%  af öllum slysum.  Með því að  nota skóhornin þarf fólk ekki að klifra upp á stól eða fá ættinga til að koma og athuga hvort reykskynjarinn virki. Skóhornin þjóna því bæði þeim tilgangi að auðvelda fólki að fara í skóna og til að kanna hvort rafhlaðan í reykskynjaranum sé í lagi.

Það jók á stemninguna við afhendinguna að hún fór  fram á dansleik  í félagsstarfinu á Vitatorgi.  Hljómsveit spilar fyrir dansi og boðið verður upp á kaffiveitingar.