Einingakubbar, litagleði og leynigestur á ráðstefnu Rauðhóls

Skóli og frístund

Einingakubbar á ráðstefnu Rauðhóls.

Leikskólinn Rauðhóll hélt ráðstefnuna Einingakubbar í flæði nýverið þar sem dagskráin var borin uppi af starfsfólki leikskólans. Fallegar skreytingar innblásnar af regnbogavottun leikskólans settu fallegan svip á salinn í Gamla bíó.

„Við kláruðum þróunarverkefni um kubbana í desember og ákváðum að við skyldum hafa uppskeruhátíð. Hátíð sem snerist um að deila með öðrum því sem við lærðum, tala jákvætt um leikskólann og þarna stigu fram sérfræðingar sem eru stoltir af starfinu sínu,“ segir leikskólastjórinn Guðrún Sólveig.

Hún vann við ræstingar í Rauðhól og ég frétti að hún væri að kenna í pólska skólanum og væri menntaður leikskólakennari.

Flutti fyrirlesturinn á íslensku með glæsibrag

Einn dagskrárliða var fyrirlestur Arletta Kuzniewska og Emilíu Björgvinsdóttur, Tilheyrðu hópnum með einingakubbum – fjöltyngi og börn með sérþarfir, og fjallar um áhugaverða leið til að ná til barna af erlendum uppruna. „Arletta var algjör sigurvegari. Hún kunni litla íslensku þegar hún byrjaði fyrir sex árum. Hún vann við ræstingar í Rauðhól og ég frétti að hún væri að kenna í pólska skólanum og væri menntaður leikskólakennari,“ segir Guðrún Sólveig sem ákvað þá að ná henni til sín í vinnu og sér ekki eftir því í dag en Arletta hélt fyrirlesturinn á íslensku með glæsibrag. Hún hefur kennt börnum ótal margt sem og starfsfólki og foreldrum.

Páll Óskar leynigestur

Auk fallegra skreytinga og poppkornsmóttöku settu tónlistaratriði svip sinn á daginn því innan starfsmannahópsins leynist listafólk. Ashley White sem er óperusöngkona söng og Heiðar Ingi Árnason söng og spilaði á gítar. Að lokum var svo botninn slegin með leynigestinum Páli Óskari. „Hann kom í lokin með dásamlega regnboga-innkomu. Hann hefur nokkrum sinnum komið til okkar í leikskólann, einu sinni með Moniku,“ segir Guðrún Sólveig.

Fyrir þá sem vilja kynna sér leikskólastarf með einingakubba geta horft á þetta dásamlega myndband sem lýsir vel í hverju það felst.