Efnt til barnabókaverðlauna í nafni Guðrúnar Helgadóttur

Menning og listir Skóli og frístund

""

Við afhendingu Barnabókaverðlauna Reykjavíkur síðasta vetrardag tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að frá og með næsta vori yrðu árlega veitt sérstök barnabókaverðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur, eins vinsælasta og virtasta barnabókahöfundar landsins.

Verðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða veitt fyrir óbirt handrit að barna- og unglingasögu og munu nema einni milljón króna.

Guðrún Helgadóttir var borgarlistamaður Reykjavíkur 2017. Hún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur síðan sent frá sér 25 bækur og skrifað að auki leikrit og handrit að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Bækur hennar hafa hlotið fádæma góðar viðtökur hér heima og erlendis.  

Meira um barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar