Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar | Reykjavíkurborg

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, áður skóla- og frístundaráðs, eru veitt ár hvert, og jafnan síðasta vetrardag, við hátíðlega athöfn í Höfða. Þau eru veitt höfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Markmið þessara virtu verðlauna er að vekja athygli á þýðingu góðra bókmennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu.

Verðlaunin eru því þrískipt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndskreytingu á íslenskri barnabók. Vorið 2018 var tilkynnt um að einnig yrði efnt til verðlauna fyrir óbirt handrit að barna- og unglingasögu, verðlauna í nafni Guðrúnar Helgadóttur, eins vinsælasta barnabókahöfundar landsins. Þau verða veitt í fyrsta sinn vorið 2019. 

Barnabókaverðlaunin og verkefni henni tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og bóklestri.

 

  • Verðlaunahafar vorið 2018
  • Handhafar verðlaunanna vorið 2018 ásamt borgarstjóra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir ásamt borgarstjóra, forleggjara og formanni dómnefndar.
  • Handhafar barnabókaverðlaunanna 2017: Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingu í Íslandsbók barnanna, Halla Sverrisdóttir fyrir ""
  • Guðrún Helgadóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir.
  • Handhafar Barnabókaverðlaunanna 2016; fv. Salka Guðmundsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Linda Ólafsdóttir.
  • Bryndís Björgvinsdóttir Birgitta Hasse, borgarstjóri, Brynhildur Björnsdóttir og SKúli Helgason.
  • Andri Snær Magnason  ásamt sonum Þórarins Eldjárns

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 komu í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar

Dómnefnd barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2018 var skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björgu SætranGunnari Birni MelstedDavíð Stefánssyni fulltrúa Rithöfundasambands Íslands og Þórdísi Aðalsteinsdóttur fulltrúa frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. 

Á sýningu á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi 3. mars 2018 var tilkynnt hvaða fimm bækur í hverjum flokki voru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2018: 

Tilnefndar bækur í flokki bestu myndskreytinga voru;
· Fjölskyldan mín Lára Garðarsdóttir, útgefandi Salka
· Fuglar, Rán Flygenring, útgefandi Angústúra
· Kvæðið um Krummaling, Högni Sigurþórsson, útgefandi Dimma
· Jólakötturinn tekinn í gegn, Brian Pilkington, útgefandi Forlagið
· Pétur og úlfurinn... en hvað varð um úlfinn? Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, útgefandi Töfrahurð

Tilnefndar bækur í flokki bestu þýðingar á barna- og unglingabók voru
· Bakarísráðgátan, Íris Baldursdóttir, útg. Mál og menning
· Flóttinn hans afa, Guðni Kolbeinsson, útg. Bókafélagið
· Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið, Erla E. Völudóttir, útg. Bókabeitan
· Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur, Magnea J. Matthíasdóttir, útg. Mál og menning
· Rummungur ræningi, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útg. Dimma

Tilnefndar bækur í flokki frumsaminna barna- og unglingabóka:
· Er ekki allt í lagi með þig? Elísa Jóhannsdóttir, útg. Vaka Helgafell
· Fuglar, Hjörleifur Hjartarson, útg. Angústúra
· (Lang)elstur í bekknum, Bergrún Íris Sævarsdóttir, útg. Bókabeitan.
· Vertu ósýnilegur, Kristín Helga Gunnarsdóttir, útg. Mál og menning
· Þitt eigið ævintýri, Ævar Þór Benediktsson, útg. Mál og menning

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs.

Barnabókaverðlaunin eru hefðinni samkvæmt afhent síðasta vetrardag í Höfða. 

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 4 =